
- Þessum viðburði er lokið
Reykjavík International Games 2023
3. febrúar 2023 kl. 19:00 - 4. febrúar 2023 kl. 22:00
4.000 kr.
Pílukast verður hluti af Reykjavík International Games en mótið í ár verður haldið á tveimur stöðum. Riðlakeppni fer fram föstudagskvöldið 3. febrúar í aðstöðu PFR að Tangarhöfða 2 en útsláttarkeppni verður spiluð laugardaginn 4. febrúar á Bullseye. Undanúrslitaleikir í karlaflokki og úrslitaleikir í karla- og kvennaflokki verða síðan í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport um kvöldið og hefst útsending kl. 19:30.
Sigurvegari RIG 2023 tryggir sér þátttökurétt í Úrvalsdeild Stöð 2 Sport sem hefst í ágúst.