- Þessum viðburði er lokið
UK5 Tangarhöfði
20. maí 2023 kl. 11:00 - 18:00
Um Úrvalsdeildina
Úrvalsdeild Stöð 2 Sport 2023 hefst í lok ágúst en deildin verður tvöfalt stærri í ár þar sem 32 leikmenn keppa í 8 fjögurra manna riðlum á Bullseye. Núþegar hafa 22 pílukastarar tryggt sér þátttökurétt í Úrvalsdeildinni. Næstu 10 leikmenn geta tryggt sér sæti með góðum árangri í Íslandsmóti eða í einni af undankeppnunum sem ÍPS heldur í samstarfi við aðildarfélög.
Um undankeppnirnar
Undankeppnirnar í ár verða sex talsins:
UK1 á Akureyri (lokið)
UK2 Í Grindavík (lokið)
UK3 á Hvammstanga (lokið)
UK4 á Bullseye Reykjavík (lokið)
UK5 hjá PFR, Tangarhöfða
UK6 á Akranesi
Í hverri undankeppni tryggja einn eða tveir pílukastarar sér þátttökurétt í Úrvalsdeildinni. Allir meðlimir í aðildarfélögum ÍPS geta tekið þátt í öllum undankeppnum að þeim keppendum undanskildum sem hafa núþegar tryggt sér þátttökurétt í Úrvalsdeildinni. Ekki eru sér karla- og kvennaflokkar, heldur eingöngu blandaður flokkur.
Um UK5 Tangarhöfða, Reykjavík
Staðsetning: PFR – Tangarhöfði 2, 110 Reykjavík
Dagsetning: Laugardaginn 20. maí 2023
Tímasetning: Húsið opnar kl. 11:00, fyrstu leikir hefjast kl. 12:00.
Fyrirkomulag: 501 einmenningur. Spilað verður í riðlum og útslætti – Fjöldi leggja og riðla fer eftir skráningu
Hámarksfjöldi keppenda: 80 manns
Keppnisgjald: 3.500 kr. – Greitt á mótstað
Skráningafrestur: Til föstudagsins 19. maí kl. 18:00
Sæti í boði: 1. sæti og 2. sæti í þessu móti tryggir þátttökurétt í Úrvalsdeild Stöð 2 Sport 2023.
Styrkleikaröðun: Já, styrkleikaraðað verður í undankeppnir eftir nýjasta meðaltali í NOVIS deildinni
Skráning
Skráðir keppendur