Loading Viðburðir

« Viðburðir

Úrvalsdeildin 2023 – H riðill

15. nóvember kl. 19:30 - 22:00

H-riðill Úrvalsdeildarinnar fer fram miðvikudaginn 15. nóvember kl. 19:30 á Bullseye Reykjavík og í þráðbeinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

H-riðill er svokallaður Grindavíkurriðill en allir 4 leikmenn riðilsins koma úr PG. Fyrstan ber að nefna Íslandsmeistara U21, sigurvegara Reykjavik International Games 2023 og A-landsliðsmanninn Alexander Veigar Þorvaldsson.  Með honum eru Páll Árni Pétursson, Björn Steinar Brynjólfsson og landsliðskonan Árdís Sif Guðjónsdóttir.

D-riðill verður leikinn sama kvöld í beinni útsendingu og hefst um leið og H-riðli lýkur.

Deildin er tvöfalt stærri í ár með 32 þátttakendum en spilaðir verða átta riðlar með 4 leikmönnum hver á miðvikudagskvöldum á Bullseye.

Nánari upplýsingar verða kynntar síðar en hægt er að sjá hverjir hafa tryggt sér þátttökurétt hér

Nánar

Dags:
15. nóvember
Tími:
19:30 - 22:00
Viðburður flokkar:
, ,

Staðsetning

Bullseye
Snorrabraut 37
Reykjavík, Austurbær 105 Iceland
+ Google Map
Sími:
4546000
Heimasíða