
World Darts Federation (WDF) heldur 3 mót dagana 9-13 október næstkomandi í Búdapest, Ungverjalandi. Mótin sem um ræðir eru WDF World Open, WDF World Masters og WDF World Championship Qualifier en í þessum mótum eru bæði stór peningaverðlaun sem og sæti á Heimsmeistaramóti WDF sem er stærsta mót sambandsins ár hvert.
Þar sem ÍPS er hluti af WDF fær sambandið að bjóða 8 keppendum fyrir utan þá sem nú þegar hafa tryggt sér þátttökurétt. ÍPS vill því óska eftir að pílukastarar sem hafa áhuga á að taka þátt í þessum mótum sendi sambandinu tölvupóst á dart@dart.is.
ÍPS mun setja 100.000kr í að styrkja þau sem ákveða að keppa á mótunum og mun sú upphæð skiptast á milli þeirra sem keppa og verður greitt að mótum loknum. Ef fleiri en 8 sækja um verður farið eftir stigalista ÍPS.
ÍPS þarf að skila inn lista yfir keppendur til WDF í september og því er frestur til að senda ÍPS ósk um að fá að taka þátt til 31. ágúst.
Hægt er að lesa nánar um mótin og skráningu á heimasíðu WDF: https://dartswdf.com/news/hotel-bookings-and-entries-now-open-for-the-2024-wdf-world-masters