Næsta verkefni Íslenska landsliðsins 🇮🇸 í pílukasti er heimsmeistaramót WDF (World Cup) í september nk í Esbjerg í Danmörku.

Kristján Sigurðsson, landsliðsþjálfari karla og kvenna hefur valið 13 karla og 8 konur í æfingahóp sem hefur æft saman í sumar. Kristján á síðan erfitt verkefni fyrir höndum en hann mun velja 4 karla og 4 konur sem mynda endanleg landslið Íslands á heimsmeistaramótinu í september.

%d bloggers like this: