Íslandsmót félagsliða 2020

ÍPS kynnir með stolti Íslandsmót félagsliða 2020. Íslandsmótið skiptist í A- og B- deild en hvert aðildarfélag er sjálfkrafa skráð með 2 lið, eitt í A og eitt í B. Allir félagsmenn hvers aðildarfélags geta tekið þátt fyrir sitt félag en það er í höndum stjórnar hvers félags að velja A lið og B lið fyrir hvern leik í deildunum. Að lágmárki þurfa 4 spilarar að keppa í A liði og 4 í B liði í hverjum leik en þeir mega vera fleiri. (Ekki er leyfilegt að spila bæði í A og B á meðan deildin stendur yfir).

Eftirfarandi félög fá þátttökurétt:

Pílukastfélag Reykjavíkur (PFR)
Pílufélag Reykjanesbæjar (PR)
Pílufélag Grindavíkur (PG)
Pílukastfélag Hafnarfjarðar (PFH)
Píludeild Þórs (PÞ)
Píludeild Akraness (PA)
Pílukastfélag Fjarðarbyggðar (PFF)
Pílukastfélag Árborgar (PFÁ) (Einungis lið í A-deild)

Leikir Pílufélag Fjarðarbyggðar og Píludeild Þórs við lið á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni verða spilaðir „Remote“ nema félögin komi sér saman um keppnisstað. Nauðsynlegt er að notast við myndsímtal þegar spilað er „Remote“. Þar sem bæði A og B lið hvers félags spila sama kvöld er nauðsynlegt að nota tvö tæki í myndsímtalið, eitt fyrir hvort lið.

Spilafyrirkomulag: ATH breyttar dagsetningar

Þau lið sem nefnd eru á undan á leikskrá teljast til heimaliðs og skal leikur fara fram í þeirra aðstöðu. Ef spilað er „Remote“ spila bæði lið í eigin aðstöðu. Eitt stig fæst fyrir sigur í hverjum leik og 1/2 stig fyrir jafntefli. Liðin sem enda í efsta sæti í A og B deild verða krýnd Íslandsmeistarar félagsliða árið 2020! Þau tvö lið sem enda neðst í A deild falla niður í B deild og þau tvö lið sem enda efst í B deild fara upp í A deild.

Leikir sem spilaðir eru í hverjum leik eru:
Tvímenningur 501 x2 (best af 3)
Einmenningur 301 x4 (best af 3)
Einmenningur 501 x4 (best af 3)
Liðakeppni 501 – einn leggur í einu (best af 17)
Eitt stig fæst fyrir sigur í hverjum leik í tvímenningi og einmenningi en tvö stig fást fyrir sigur í liðakeppni. Alls eru því 12 stig í boði í hverjum leik.

Spilablað fyrir A deild má sjá hér: Liðablað A deild
Spilablað fyrir B deild má sjá hér: Liðablað B deild