Íslandsmótið í Cricket 2021

Íslandsmótið í Cricket fer fram í aðstöðu Píludeildar Þórs helgina 12-14. mars næstkomandi. Spilaður er tvímenningur á föstudeginum, riðlakeppni í einmenning á laugardeginum og útsláttarkeppni í einmenning á sunnudeginum.

Föstudagur 12. mars
Tvímenningur karla og kvenna. Húsið opnar kl. 15:00. Byrjað að spila kl. 17:00. Spilafyrirkomulag fer eftir fjölda liða en stefnt er að því að spila beinan útslátt, best af 7 fram að undanúrslitum en þar er spilað best af 9. Úrslitaleikir eru best af 11. Þátttökugjald 1.500kr per spilara.

Laugardagur 13. mars
Riðlakeppni í einmenning karla og kvenna. Húsið opnar kl. 10:00. Fyrstu riðlar byrja að spila kl. 12:00. Best af 5 í riðlum. Allir riðlar tímasettir og þeim dreift yfir daginn. Þátttökugjald 5.000kr

Sunnudagur 14. mars
Útsláttarkeppni í einmenning karla og kvenna. Húsið opnar kl. 10:00. Fyrstu leikir í útslætti byrja kl. 12:00. Best af 7 fram að undanúrslitum en þar er spilað best af 9. Úrslitaleikir eru best af 11.

Skráningu í einmenning og tvímenning lýkur kl. 18:00 mánudaginn 8. mars. Skráning hér fyrir neðan:

ATH GREIÐA ÞARF SKRÁNINGARGJALD FYRIR KL. 23:59 MÁNUDAGINN 8.MARS. HÆGT ER AÐ GREIÐA MEÐ MILLIFÆRSLU:
KT: 4703850819
RN: 0301-26-014567

Hægt er að sjá skráða keppendur með því að SMELLA HÉR