
Fimmta umferð Lengjudeildarinnar verður spiluð miðvikudagskvöldið 20. nóvember og byrjar fyrsti leikur kl. 19:30. Spilað verður í Ölhúsinu Hafnarfirði.
Lengjudeildin er æsispennandi en 4 efstu spilararnir eftir 7 umferðir tryggja sig inn í undanúrslitin þar sem spilað er um 300 þúsund króna verðlaunafé! Hér má sjá stöðuna í deildinni:

Leikirnir í fimmtu umferð:

Einnig verður spilaður einn leikur í sjöttu umferð en kl. 21:30 mætast Matthías Örn Friðriksson og Þorgeir Guðmundsson.
Við hvetjum alla til að mæta á Ölhúsið Hafnarfirði og fylgjast með bestu pílukösturum landsins spila í deild þeirra bestu. Einnig verður sýnt beint frá öllum leikjum á Facebook og YouTube síðu Live Darts Iceland.
