
Lengjudeildin heldur áfram annað kvöld en þá verða spilaðir leikir í annarri umferð. Spilað verður hjá Paddy´s Beach Pub sem staðsettur er á Hafnargötu 38 í Reykjanesbæ. Einnig verður sýnt beint frá leikjum kvöldsins á Facebook síðu Live Darts Iceland.
Hér má sjá stigatöfluna eftir fyrstu umferð en 4 efstu spilararnir eftir 7 umferðir tryggja sig inná lokakvöldið.

Hér má síðan sjá leikina í annarri umferð:

Hvetjum alla til að koma og fylgjast með bestu pílukösturum landsins spila í deild þeirra bestu. Fyrsti leikur hefst um 19:30 og verður enski boltinn í gangi og brjálað stuð.