
Fimmta umferð NOVIS deildarinnar í pílukasti var haldin á Bullseye og á Akureyri síðastliðinn sunnudag. Yfir 90 manns tóku þátt í 11 deildum. 8 deildir voru spilaðar á Bullseye og 3 fyrir norðan og heldur deildin áfram að vera einn sá vinsælasti viðburður dagatals sambandsins.
Í Gulldeild karla og kvenna í RVK sigruðu þau Siggi Tomm frá Pílufélagi Akraness og Steinunn Dagný Ingvarsdóttir frá Pílufélagi Grindavíkur. Í Gulldeild Norðaustur sigraði Óskar Jónasson frá Píludeild Þórs.
Það er ljóst að pílukast er í stórsókn um þessar mundir og mikið var um ný andlit á mótinu í gær sem heppnaðist mjög vel en sjötta og seinasta umferð ársins 2022 verður haldin sunnudaginn 13. nóvember og verða 300.000kr verðlaunafé deilt niður á deildirnar.
Eftir þessa fimmtu umferð þá varð það ljóst hvaða keppendur tryggðu sig upp um deild og hvaða keppendur eru öruggir um að falla niður en efstu tveir keppendur í hverri deild tryggja sig upp um amk. 1 deild og tveir neðstu keppendurnir falla niður um amk. 1 deild. Þeir keppendur sem skrá sig í 6. umferð verður síðan raðað í deildir eftir meðaltali 5. umferðar eða 4. umferð ef þeir tóku einungis þátt í henni.






Hér fyrir neðan má sjá alla sigurvegara 5. umferðar. Stjórn ÍPS vill að lokum minna á Fitness Sport meistaramótið í 301 einmenning sem haldið verður í lok október og mun skráning hefjast á næstu dögum.










